AÐVENTUÆVINTÝRI Í TRIER

23. – 27. nóvember 2022 5 dagar 4 nætur
Fararstjórn: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ferðalýsing:
Aðventutöfrar og hrífandi áfangastaðir er það sem við upplifum í þessari glæsilegu ferð um Móseldalinn. Rómantík og náttúrufegurð lætur engan ósnortinn í Tríer, elstu borg Þýskalands, hinnar söguríku borgar Rómverja. Hún er rík af fornminjum og skartar jafnan sínu fegursta á aðventunni. Mikið er um dýrðir en í Tríer er fallegur jólamarkaður og ekki skemmir ilmurinn af glöggi sem kemur okkur í jólastemningu í þessu heillandi umhverfi. Boðið verður upp á bæjarrölt með fararstjóranum en eins gefst gott tækifæri til að kanna borgina á eigin vegum, líta inn til kaupmanna eða fylgjast með mannlífinu frá einu af fјölmörgum kaffi- eða veitingahúsum miðbæjarins. Farið verður í skemmtilega skoðunarferð  til bæjarins Bernkastel Kues, sem er andlit Móseldalsins og rómaður fyrir fallegu bindingsverkshúsin og miðaldablæ en þar er líka mjög skemmtilegur aðventumarkaður.
Við förum til Cochem sem er með fallegri bæjum við ána en hann státar af fögrum kastala sem gnæfir sem kóróna yfir bænum og dásamlegum jólamarkaði.
23. nóvember 2022| Flug til Frankfurt og ekið til Trier
Brottför frá Keflavík kl. 07:25 og lending í Frankfurt kl. 12:00 að staðartíma. Þaðan er ekin fögur leið til Tríer, elstu borgar Þýskalands. Þar verður gist í 4 nætur á góðu hóteli í miðbænum. Hótelið býður upp á heilsurækt í rómverskum stíl með sánu, rómversku gufubaði og legubekkjum til að slaka á eftir eril dagsins. Eftir að allir eru búnir að koma sér fyrir á herbergjum, förum við saman upp í næstu götu á aðaljólamarkað borgarinnar og kynnum okkur nágrenni hótelsins.
24. nóvember 2022| Skoðunarferð um Tríer og svo frjáls tími
Aðventutöfrar borgarinnar dyljast engum í spennandi skoðunarferð dagsins. Eftir góðan morgunverð skoðum við þessa elstu borg Þýskalands. Þar er að finna mjög merkilegar minjar frá tímum Rómverja, en þeir stofnuðu borg sem þeir nefndu  Augusta Trevrorum árið 18-17 f. Kr. Hér er margt að sjá, töfrandi kirkjur, glæstar barokkbyggingar og ekki má gleyma borgarhliðinu, Porta Nigra frá 17 e. Kr. sem er tákn borgarinnar. Skoðunarferðinni lýkur á aðaljólamarkaði borgarinnar og er upplagt að fá sér þar jólaglögg og ristaðar möndlur en ilmur þeirra svífur um loftin. Nú gefst frjáls tími til að skoða borgina á eigin vegum, rölta um verslunargötur og líta inn til kaupmanna borgarinnar sem eru fjölmargir. Upplagt að enda daginn á heilsulind hótelsins.
25. nóvember 2022| Aðventudýrð í Bernkastel Kues, Cochem og vínsmökkun
Aðventudýrðin, rómantíkin og náttúrufegurðin láta engan ósnortinn í Móseldalnum á leið okkar til bæjarins Bernkastel Kues. Hann er perla Móseldalsins, rómaður fyrir falleg bindingsverkshús og töfrandi blæ miðalda. Hér gefum við okkur góðan tíma og njótum aðventunnar í þessum einstaka jólabæ. Enginn sem er á ferð um dalinn á aðventunni skal láta jólamarkaðinn í Cochem fram hjá sér fara. Bærinn er með þeim fallegri við ána með glæsilegan kastala sem gnæfir yfir bæinn og setur mikinn svip á staðinn. Hér gætum við farið í skemmtilega vínsmökkun á leiðinni heim á hótel. Um kvöldið er sameiginlegur hátíðarkvöldverður á hótelinu okkar sem byrjar kl 19:30.
26. nóvember | Frjáls dagur í Trier
Rólegur dagur er á dagskrá okkar og því er upplagt að njóta þess að vera í Tríer og skoða borgina betur á eigin vegum. Hægt er að rölta um verslunargötur og fara í skemmtilega vínsmökkun sem er víða í boði. Einnig er hægt að heimsækja jólamarkaði borgarinnar og fara á skemmtileg kaffi- og veitingahús.
Einnig er upplagt að nota glæsilega heilsulind hótelsins.
27. nóvember | Kveðjustund og heimferð frá Frankfurt
Það er komið að heimferð eftir yndislega og ljúfa ferð. Við ökum til Frankfurt en brottför þaðan er
kl. 13:05. Lent í Keflavík kl. 15:40 að staðartíma.
Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Áætlað verð er kr. 129.900 á mann í tvíbýli*
Áætlað verð er kr. 155.800 á mann í einbýli*

Innifalið

 • Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgunverður allan tímann á hóteli.
 • Einn hátíðarkvöldverður 25. nóvember.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn

  Ekki innifalið
 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Siglingar, vínsmökkun og kláfar.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst
Vínsmökkun í Móseldalnum ca € 15

*Verð miðast við gengi og eldsneytisverð 29.03.2022 . Varðandi aðra skilmála vísast í “almenna ferðaskilmála” á heimasíðu Bændaferða  Ferðaskilmálar

Umsóknarfrestur er til 6. maí n.k.

Hægt er að sækja um hér
Bernkastel – Kues