Aðventuferð til Berlínar og Dresden

30. nóvember – 4. desember 2023 5 dagar – 4 nætur
Íslenskur fararstjóri:

Berlín höfuðborg Þýskalands hefur upp á ótal margt að bjóða ekki síst á aðventunni en þangað sækja margir menningarþyrstir og er borgin aðdráttarafl listamanna frá ótalmörgum löndum. Við förum í skemmtilega skoðunarferð um þessa stórbrotnu borg þar sem margt verður skoðað. Á þessum tíma ríkir sannur jólaandi og eru jólamarkaðir víða um borgina og er upplagt stundum að staldra við og ylja sér með heitan drykk (kakó eða glögg) og fá aðventustemmninguna beint í æð. Við munum einnig heimsækja höfuðborg Saxlandsins Dresden

FERÐALÝSING:
30. nóvember 2023  fimmtudagur    Flug frá Keflavík til Berlínar
Brottför frá Keflavík kl. 07:40 og lent í  Berlín kl. 12:05 að staðartíma. Gott er að mæta 2,5 klst. fyrir brottför í Keflavík. Eftir að við höfum fengið afhentar töskurnar verður ekið beint á Hótelið í Berlín sem við gistum á í 4 nætur á 4* hóteli Park Inn by Radisson Berlin við Alexanderplatz. 

1. desember 2023  föstudagur    Skoðunarferð um Berlín

Hefjum daginn í rólegheitum og skoðum okkur um og kíkjum í verslanir en  eftir hádegi förum við í skoðunarferð um Berlín og verður litið á öll þekktustu kennileiti borgarinnar. Þar má nefna Brandenborgarliðið, breiðgötuna Unter den Linden, þinghúsið Reichstag, rústir af Berlínarmúrnum, Potsdamer Platz og sögufrægu kirkjuna Kaiser-Wilhelm-Gedächtniskirche í vesturhluta borgarinnar. Eftir skoðunarferðina er upplagt að fá sér kaffi eða jólaglögg  á einum af hinum fjölmörgu veitingastöðum borgarinnar áður en haldið er af stað á eigin vegum í rölt um borgina eða á einn af hinum fjölmörgu undurfögru jólamörkuðum

2. desember 2023  laugardagur   Frjáls dagur – sameiginlegur kvöldverður

Frjáls dagur í Berlín og gefst tími til að kanna nánar á eigin vegum eitthvað af því sem fyrir augu bar í skoðunarferðinni, rölta um borgina, fara á söfn, setjast inn á kaffihús og skoða mannlífið. Borgin er kraumandi suðupottur fjölmargra menningarheima, enda menning og listir í hávegum hafðar. Þetta endurspeglast í listalífi borgarinnar og safnaflóru. Glæsilegar verslanir og ljósum prýddar verslunargötur laða að. Það er sérstakur andi í Berlín og ekki síst er hún mjög aðlaðandi á aðventunni. Hér má sjá link um verslun og viðskipti í Berlín. Um kvöldið er sameiginlegur kvöldverður á góðum stað í Berlín

3. desember 2023  sunnudagur     Aðventudýrð í Dresden

Striezelmarkt Dresden

Eftir morgunmat ökum við til  jólaborgarinnar, sem og einnar glæsilegustu Barokk borgar landsins hinnar ægifögru Dresden.   Ökuferðin tekur rúmlega 90 mínútur og ekið í gegnum Brandenburger héraðið og fræðumst við betur um land og þjóð á leiðinni.  Í Dresden er elsti jólamarkaður sem vitað er um frá árinu 1434  og er staðsettur á gamla torginu við Frúarkirkjuna frægu, sem eyðilagðist í harmleiknum 1945.  Miklum menningarverðmætum hafði verið komið í skjól áður en allt var sprengt í loft upp og er Dresden þekkt fyrir stórkostleg listasöfn, hallir og hið fræga óperuhús Semper.  Hægt og rólega hefur tekist að endurbyggja borgina í sinni upprunalegu mynd og í dag telst hún með fallegri borgum Evrópu. Við skoðum markverðustu byggingarnar og listaverk í skoðunarferð um borgina og hinn fræga Striezel­markt  sem er elsti Jólamarkaður Þýskalands eða síðan ca. 1434 og talin sá frægasti í heiminum og er staðsettur á gamla torginu við Frúarkirkjuna frægu, sem eyðilagðist í harmleiknum 1945. Síðla dags er haldið til baka til Berlínar.

4. desember 2023 mánudagur   Heimferð

Eftir morgunverð kveðjum við Berlín og ökum út á flugvöll eftir ánægjulega og ljúfa ferð. Brottför frá Berlín er kl. 13:00. Lending í Keflavík kl. 15:45 að staðartíma.

Verð:

Niðurgreitt verð í tvíbýli með morgunverði  kr. 143.900
Aukagjald fyrir einbýli kr. 41.000

Innifalið i verði:
Flug með Icelandair og flugvallarskattar
Innritaður farangur allt að 23 kg. Handfarangur 10 kg.

Handfarangur: Flugmálastjórn hefur gefið út bækling með reglum um handfarangur

Nýjustu útgáfu má nálgast hér

Gisting í 4 nætur í Berlín  á 4* hóteli í tvíbýli með morgunverði
Rúta til og frá flugvelli í Berlín
Skoðunarferð um Berlín
Dagsferð til Dresden
1 kvöldverður á laugardegi
Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið:

  • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
  • Vínsmökkun.
  • Hádegisverðir
  • Þjórfé fyrir bílstjóra og fararstjóra

Hér má sjá ýmsar góðar upplýsingar fyrir ferðina til Berlínar sjá hér

Varðandi aðra skilmála vísast í “almenna ferðaskilmála” á heimasíðu Heimsferða  Ferðaskilmálar.

Hægt er að sækja um HÉR