Fararstjóri í Portúgalsferð

Sigrún Knútsdóttir er sjúkraþjálfari að mennt og var yfirsjúkraþjálfari Grenásdeildar, endurhæfingardeildar Borgarspítalans/Landspítala í marga áratugi. Hún er einnig með diploma í fararstjórn erlendis, hefur verið farastjóri Heimsferða í Porto í 8 ár og þekkir borgina mjög vel. Hún hefur líka verið fararstjóri í Lissabon og hefur dvalið oft í borginni og nágrenni hennar. Sigrún hefur kynnt sér sögu og menningu Portúgal vel og haldið erindi um Portúgal, bæði hjá U3A = Háskóla þriðja aldursskeiðsins (University of the third age) og hjá Lionsklúbbum.