FRÉTTIR

Við lokum fyrir bókun í aðventuferðina 10. september n.k. Örfá sæti laus skoðaðu ferðina hér

———————————

——————————————-

Orlofsferðir ársins 2024 eru nú allar komnar á vefinn

Það styttist í að við auglýsum orlofsferðir
ársins 2024.
Fylgist með, margar spennandi ferðir

Orlofsnefndin þakkar frábæra þátttöku í orlofsferðirnar okkar á árinu 2023 en nú er búið að loka fyrir frekari umsóknir á þessu ári.

Kær kveðja
Orlofsnefndin


  • Laus sæti í Orlofsferðirnar 2023 Lokum fljótlega fyrir bókanir


________________________________________________________________________________________________________________


Orlofsferðirnar 2023 komnar á vefinn


Flottar ferðir framundan á árinu 2023 en orlofsnefnd húsmæðra í Gullbringu- og Kjósarsýslu fyrir sveitarfélögin Garðabæ, Kjós, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes bjóða upp á 3 veglegar ferðir skv. eftirfarandi:

25. – 27. ágúst 2023    
Nokkrar perlur Vestfjarða  sjá hér

10. – 18. september 2023 
Glæsileg ferð um Portúgal Uppselt sjá hér

30. nóvember – 4. desember 2023 
Aðventuferð til Berlínar og Dresden
Laus sæti sjá hér


Síðasta ferð ársins var Aðventuævintýri í Tríer sem farin var 23. nóvember
Þriðja ferðin okkar var aðventuferð til Tríer ásamt glæsilegri ferð um Móseldalinn. Tríer, ein af elstu borgum Þýskalands, hinnar söguríku borga Rómverja og er hún er rík af fornminjum og skartar jafnan sínu fegursta á aðventunni. Mikið er um að vera  í Tríer sem hefur fallegan jólamarkaður og ekki skemmdi ilmurinn af glöggi sem kemur okkur í jólastemningu í þessu heillandi umhverfi.

Farið var í skemmtilega skoðunarferð  til bæjarins Bernkastel Kues, sem er andlit Móseldalsins og rómaður fyrir fallegu bindingsverkshúsin og miðaldablæ.  Einnig fórum til Cochem sem er með fallegri bæjum við ána en hann státar af fögrum kastala sem gnæfir sem kóróna yfir bænum og báðir þessir eiga sér fallega jólamarkaði.

—————————

Önnur ferð ársins var Króatískar strendur og Alpafjöll sem var farin 5. október

Óviðjafnanleg náttúrufegurð, menning og slökun einkenndu þá skemmtilegu ferð sem hófst með flugi til München og síðan var ekið til Abtenau í Austurríki og gist 1 nótt. Þaðan var ekið áleiðis til Króatíu til listamannabæjarins Rovinj og gist í 5 nætur.  Á leið þangað var stoppað við Bled vatnið þar sem náttúrufegurðin lætur engan ósnortinn. Við heimsóttum einstaklega töfrandi bæ Poreč, einn elsta bæ Istríastrandarinnar, en þar er m.a. að finna hina áhugaverðu basilíku sem kennd er við himnaför Maríu. Basilíkan sem er frá 6. öld er varðveitt á heimsminjaskrá UNESCO. Á leiðinni okkar til Poreč var áð hjá Limski Kanal og endum við síðan þennan skemmtilega dag á að heimsækja vínbónda heim í bænum Pazin þar sem var tekið á móti okkur með mat, drykk og skemmtilegheitum að hætti Istríubúa.
Við fórum í siglingu út í eyjuna Brijuni þar sem við kynntumst nýrri hlið á Tító, fyrrum leiðtoga Júgóslavíu. Við trompuðum þessa glæsilegu ferð á því að aka til undirfögru Salzburg, hinnar miklu tónlistarborgar sem er ein af perlum landsins og gistum þar síðustu nóttina. Um morguninn var ekið til München og héldu glaðar orlofskonur heim á leið eftir ánægjulega og skemmtilega ferð með góðum fararstjóra

———————–

Fyrsta ferð ársins 2022 var farin til Toskana þann 28. ágúst 2022
Fyrsta ferð ársins 2022 hjá orlofsnefnd húsmæðra í Gullbringu og Kjósarsýslu fyrir sveitarfélögin Garðabæ, Kjós, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes var farin 28. ágúst til Toskana ásamt siglingu meðfram þorpunum fimm Cinque Terre.  Þetta var átta daga ferð og tóku 40 konur þátt í ferðinni ásamt fararstjóra sem var Ágústa Sigrún Ágústdóttir. 
Flogið var til Verona og ekið síðan til Lucca hin falda demant Toskana héraðsins þar sem gist var í 7 nætur.  Farið var í skoðunarferð um Lucca, ekið til Bagni di Lucca sem var einn vinsælasti ferðamannastaður ríka og fræga fólksins á 18. og 19. öld.  Á leiðinni voru skoðaðar nokkrar gamlar brýr m.a. Djöflabrúin eins og hún er oftast kölluð fékk þó um 1500 “kristilega” nafnið sitt Magdalenu brúin vegna styttu af Maríu Magdalenu sem stóð skammt frá á austurbakkanum. Fjögurra rétta kvöldverður var snæddur á Hotel La Corona sem íslenskur maður að nafni Pálmi rekur.
Siglt var frá La Spezia meðfram strandlengjunni Cinque Terre sem heitir eftir fimm þorpum Monterosso, Vernazza, Corniglia, Manarola og Riomaggiore sem virðast hanga utan í bröttum hlíðunum við ströndina. Farið var í land í Monterosso, Vernassa og Porto Venero.  Einstaklega fallegur dagur.  Farið í vínsmökkun enda Toskana vínin fræg fyrir gæði.  Á vínbúgarðinum Fattoria del Teso tók á móti okkur einstaklega glaðleg kona sem var vínbóndinn ásamt annarri konu sem var vínsérfræðingurinn.  Vínin smökkuðust mjög vel svo ég tali nú ekki um það sem borið var á borð með vínunum ítalskar pylsur, skinkur og ostar.
Konur nutu frjálsa dagsins og brugðu sumar sér til Flórens, aðrar til Lucca og sumar slökuðu bara á. Farið var til Pisa þar sem kirkjan, kapellan og kirkjugarðurinn var skoðaður og gengu rúmur helmingur kvennanna upp í skakka turninn sem byggður var um 1173 og telur 294 þrep. Ferðinni lauk með Drottningakvöldverði 4 réttir ásamt drykkjum á dásamlegu sveitabýli Borgo della Limonaia og var þjónað til borðs af allri fjölskyldunni.  Glaðar og samhentar orlofskonur héldu svo heim á leið eftir dásamlega skemmtilega ferð með góðum fararstjóra.

Maður einnar konunnar í ferðinni Sigurbjörn Skarphéðinsson orti þessa vísu til okkar orlofskvenna í Toskana

Í ferðalagið flugu þær,
fóru margar saman.
Toscana heimsókn tímabær,
töfrandi allt og gaman.
Engu verður eftir séð,
Allar tóku brosið með.
Er þær aftur halda heim,
hamingjan mun fylgja þeim .

Njótið vel.

———————————-

Gleðilega páska!

Í ár mun orlofsnefndin bjóða upp á þrjár ferðir og allar mjög spennandi.
Fyrsta ferðin verður til Ítalíu Toskana, þá er ferð um Alpafjöll og til Króatíu og að sjálfsögðu
verður aðventuferð til Trier í Þýskalandi.

Við hvetjum konur til að sækja um þessar frábæru ferðir og hafa allar konur rétt til að sækja um orlofsferð sem veita eða hafa veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf. 

Orlofsnefnd húsmæðra í Gullbringu- og Kjós fyrir sveitarfélögin
Garðabæ, Kjós, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes

———————————

Ný vefsíða fyrir orlofsferðir húsmæðra í Gullbringu- og Kjós fyrir sveitarfélögin Garðabæ, Kjós, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes