FERÐAMANNASKATTUR:
Ferðamannaskattur í Berlín er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Skatturinn er 3-5 evrur á mann á nótt.
FLUGVÖLLUR:
Flugvöllurinn er Frankfurt Airport, 60547 Frankfurt Main (FRA), Terminal er T2
FLUG:
Flogið með Icelandair. Flugið tekur u.þ.b. 3 tíma og 35 mínútur.
FARANGUR:
Leyfilegt er að taka með sér 1 tösku sem vegur að hámarki 23 kg og er mest 158 cm á lengd ef flogið er á almennu farrými. Hægt er að finna nánari upplýsingar um leyfilegan farangur á vefsíðu Icelandair sjá hér.
FARARSTJÓRN:
Tekið er á móti farþegum á flugvellinum í Frankfurt am Main og verður íslenskur fararstjóri í ferðinni.
AKSTUR:
Frá flugvellinum til miðborgarinnar er um ca. 30 mínútna akstur.
TÍMAMISMUNUR:
Yfir vetrartímann er í Þýskalandi 1 klst á undan Íslandi, en yfir sumartímann er hún 2 klst á undan.
MYNT: Evra
RAFMAGN: 220V 50Hz
LANDSNÚMER: +49
GREIÐSLUKORT:
Langflesar búðir og veitingastaðir taka öll helstu kreditkort. Hægt er að taka út pening úr hraðbönkum hvort sem er á kredit eða debetkort. Nota þarf PIN númer á allar greiðsluvélar.
SAMGÖNGUR:
Almenningssamgöngur eru góðar. Við mælum þó sérstaklega með því að fólk ferðist á tveimur jafnfljótum eða hjóli. Það er besti fararskjótinn til að upplifa borgina sem best og drekka í sig menninguna og söguna sem býr í götunum og byggingum.
TRYGGINGAR:
Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar trygginar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatrygginu sé hún ekki þegar innifalin í kortið eða heimilistrygginu viðkomandi. Einnig er gott að hafa meðferðis Evrópska sjúkratryggingakortið frá Sjúkratryggingum Íslands, smellið hér, komi eitthvað óvænt upp á.
GÓÐA FERÐ