Dagsferð til Vestmannaeyja

17. ágúst 2024
Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir

Víst er fagur Vestmannaeyjabær og Eyjamenn svo sannarlega höfðingjar heim að sækja eins og við fáum að upplifa í þessari ferð. Kristín Jóhannsdóttir verður fararstjóri okkar en hún er uppalin og búsett í Vestmannaeyjum, hefur lengi séð þar um ferða- og markaðsmál og er nú forstöðukona gosminjasafnsins Eldheima. Einnig var hún fararstjórinn okkar í aðventuferðinni til Berlínar og Dresden 2023.  Hún þekkir hvern krók og kima í Eyjum. Eyjaklasinn Vestmannaeyjar samanstendur af 15 eyjum og 30 skerjum og dröngum en Heimaey er eina eyjan þar sem búið er á allt árið um kring.

Brottför frá Garðatorgi um kl. 08:00 en farið verður með Herjólfi frá Landeyjahöfn kl. 10:45. Sigling með Herjólfi er bæði ánægjuleg og þægileg útsýnisferð sem tekur rúman hálftíma. Við komuna til Eyja tekur á móti okkur fararstjórinn okkar Kristín Jóhannsdóttir og verður ekið smá um bæinn áður en tekin verður hádegishlé.  Í frítímanum í hádeginu getum við gengið um bæinn, fengið okkur eitthvað að snæða eða fara heimsækja Sagnheima sem er sögusafn Eyjanna.  Þá er einnig tilvalið prófa bjórinn sem Brothers Brewery framleiðir á staðnum en reyndar opna þeir ekki fyrr en kl. 14. Á þeim bar má sjá gamla barinn úr Súlnasalnum.

Eftir frjálsa tímann fer fararstjórinn okkar með okkur í skoðunarferð um Eyjarnar en í Vestmannaeyjum er að finna einstakar náttúruperlur. Við skoðum meðal annars Stórhöfða, Eldfell, Herjólfsdal, Skansinn, Stafkirkjuna, glæsilega smíð, sem reist var í tilefni af 1000 ára kristnitökuafmæli Íslendinga árið 2000 og var gjöf frá Norðmönnum.og margt fleira og mun fararstjórinn rifja upp merka sögu Eyjanna.

Seinni part dags verður ekið að Eldheimasafninu sem geymir sögu og minjar frá tveimur örlagaríkum eldgosum. Þar má nefna Heimaeyjargosið árið 1973 sem hrakti heilt byggðalag á flótta og eyðilagði heimili um 2000 manna. Í Eldheimum er einnig sýnt og sagt frá þróun Surtseyjar, einnar yngstu eyju í heimi, sem bættist í hóp Vestmannaeyja árið 1963. Eftir að við höfum skoðað safnið hittist hópurinn í veitingasal safnsins. Þar verður borinn fram kvöldverður og sannkölluð Eyjastemning með lifandi tónlist og þær sem vilja geta sungið með.

Nú er komið að heimferð kl. 18:45 verðir ekið að höfninni. Siglt frá Eyjum með Herjólfi til Landeyjahafnar kl. 19:30 og þaðan ekið í bæinn.  

Verð á mann kr. 20.000
G
jaldið þarf að greiðast innan 7 daga frá staðfestingu á ferðinni og er óafturkræft.

Konur sem búa í öðru sveitarfélagi en okkar umdæmi geta farið í ferðina ef að er laust pláss, en verða sjálfar að sækja um niðurgreiðslu til orlofsnefndar í sínu umdæmi.

Vinsamlegast athugið að breytingar geta orðið á ferðum vegna veðurs

Innifalið:

  • Rútuferð til og frá Landeyjarhöfn
  • Sigling með Herjólfi, til og frá Vestmannaeyjum
  • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu
  • Aðgangseyrir að safni Eldheima  
  • Kvöldverður frá Einsa Kalda á Eldheimum
  • Skemmtiatriði í Eldheimum
  • Íslensk fararstjórn

Ekki innifalið:
Annað en það sem upp er talið í ferðalýsingunni
Forfallatrygging er ekki innifalin í staðfestingargjaldi. 
Ferða- og forfallatryggingar eru á eigin ábyrgð.

Sæktu um ferðina með því að smella hér