Fararstjóri í ferð til Tenerife

Elín Guðrún Sigurðardóttir

Elín er fædd á Akranesi árið 1973 og ólst upp í Hvalfjarðarsveit, Borgarfirði. 

Eftir stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á  Akranesi fór hún að vinna við verslunarstörf.  Árið 1998 hóf hún störf hjá Skeljungi og vann þar í 14 ár sem verslunarstjóri og síðan sem verkefnastjóri. Úr olíunni og bensíninu flutti hún sig yfir í skrifstofu-og skólavörur hjá A4 og vann þar í eitt ár sem verslunarstjóri í A4  Skeifunni.  

Árið 2014 flutti hún til Tenerife og býr  þar í dag ásamt eiginmanni og syni. Hún á einnig uppkominn son sem býr á Íslandi. 
Elín mun taka vel á móti VITA farþegum á Tenerife.​