Rínarsigling um Norður Þýskaland, Holland og Belgíu

This image has an empty alt attribute; its file name is Skipid-minni.jpg

17.- 25. maí  2024   9 dagar 8 nætur Uppselt

Glæsileg fljótasigling um Norður Þýskaland niður Rín, sem rennur til hafs í Norðursjó.  Á siglingu okkar til Amsterdam líðum við áfram um fjölbreytilegt landslag þar sem fallegar borgir, glæsilegir kastalar og lítil þorp skapa fallegt landslag. Við fljúgum beint til Frankfurt og ökum til Kölnar þar sem við gistum eina nótt áður en farið verður um borð í skipið A Rosa Sena, sem er mjög fallegt frá árinu 2022.  Þegar skipiðl kemur til Amsterdam höfuðborgar Hollands mun verða boðið upp á ýmsar skoðunarferðir. Amsterdamer þekktust fyrir sína sérstöku byggingarlist, fræg söfn og síkin sem liggja um borgina þvera og endilanga. 
Eftir skemmtilega dvöl í höfuðborginni siglum við til Rotterdam sem er næst stærsta borg Hollands og þekkt hafnarborg en árið 1962 leysti Rotterdam New York af hólmi sem stærsta höfn heims.  

Rotterdam er oft kölluð borg framtíðarinnar og er hægt að fara margar skoðunarferðir.  Sérstakar skoðunarferðir er um arkitektur í Rotterdam og margt fleira.  Síðasta stórborgin sem við siglum til í þessari flottu ferð er demantaborgin Antwerpen í Belgíu. Borgin er höfuðborg landsins og eru íbúar á höfuðborgar-svæðinu um 1,2 milljónir.  Leitin að hinum fullkomna demanti tákn um eilífa ást og leit að fullkomnun hefur alltaf verið tengd borginni Antwerpen enda kölluð demanta höfuðborg heimsins.  Þegar kemur að myndlist jafnast fáir staðir á við Belgíu og Holland. Þessi lönd hafa borið af sér meistara á borð við Rembrandt, Van Gogh, Vermeer og René Magritte. 

Ferðatilhögun:
Dagur 1 –  17. maí 2024  föstudagur    Keflavík – Frankfurt – Köln
Flogið frá Keflavík til Frankfurt  FI 522  kl. 10:20  lending í Frankfurt kl. 16:05 þar semtekið verður á móti hópnum á flugvellinum í  Frankfurt. Akstur frá flugvelli til Kölnar tekur tæplega 2 tíma sjá hér og verður gist í eina nótt með morgunverði á 4* hóteli  Mercure Hotel Severinshof Koeln City. 

Dagur 2 –  18. maí 2024  laugardagur    Farið um borð í skipið 
Frjáls dagur fram yfir hádegi og því tilvalið að skreppa og skoða Kölnar Dómkirkjuna, heimsækja Lindt súkkulaðisafnið eða að skreppa í verslanir, kaffihús eða eitthvað annað. Síðar um daginn fer rúta með okkur frá hótelinu að skipinu okkar A Rosa Sena sjá video hér og hefst siglingin kl. 17 þennan dag og verðum við þá búnar að koma okkur fyrir í herbergjunum okkar í skipinu.

Dagur 3 –  19. maí 2024  sunnudagur    Komið til Amsterdam  kl: 13:00
Amsterdam er ótrúlega fjölbreytt borg. Miðbærinn samanstendur af 90 litlum eyjum sem tengdar eru saman með rúmlega 400 brúm. Hún er með gamalt útlit en um leið er hún nútímaleg og iðandi af lífi og listræn á sama tíma. Með tæplega 7.500 skráðum byggingum eru það mesti fjöldi sögulegra minja í landinu öllu. Þegar skipið þitt líður um Rín kemur til Amsterdam muntu uppgötva sögubrot handan við hvert horn.

Dagur 4 –  20. maí 2024  mánudagur   Amsterdam brottför kl. 16:00
Ef þú hefur áhuga á menningu er Amsterdam fullkominn áfangastaður fyrir heimsókn á Van Gogh safnið eða Rijksmuseum. Eða hvað með að heimsækja fræga Bloemenarkt? Á þessum fljótandi blómamarkaði geturðu ekki aðeins dáðst að fallegu túlípönunum heldur líka keypt dæmigerða minjagripi. Einnig er gaman að heimsækja Keukenhof blómagarðinn en hann er einn stærsti blómagarður í heimi. Höfuðborg Hollands hefur upp á svo margt að bjóða að þessi dagur þinn í borginni gæti orðið viðburðaríkur.

Dagur 5 –  21. maí 2024 þriðjudagur Rotterdam koma kl. 00:30 – brottför kl. 21.00
Rotterdam er næst stærsta borg Hollands á eftir Amsterdam og þekkt sem „Manhattan on the Maas“. Á undanförnum árum hefur Rotterdam orðið miðstöð arkitektúrs – stór arkitekta hönnuð hús bera þess vitni um nútímann í borginni. Með smá heppni muntu sjá önnur skemmtiferðaskip á daginn í Rotterdam, þar sem er stærsta siglingahöfn Evrópu og einnig mikil flutningamiðstöð. Sjá video hér.

Dagur 6 –  22. maí 2024 miðvikudagur   Dagur í Antwerpen í Belgíu koma kl: 9:00
Hafnarborgin Antwerpen er rík af list og menningu og þekkt sem „Demantaborgin“ vegna mikilvægs hlutverks í demantaviðskiptum. Antwerpen er sérstaklega skemmtileg fyrir matgæðinga, þökk sé mörgum bragðgóðum belgískum sérréttum sem þar eru í boði – þar á meðal vöfflur, súkkulaði og franskar.

Dagur 7 –  23. maí 2024  fimmtudagur   Dagur í Antwerpen og brottför kl. 17:00
Antwerpen er önnur stærsta borgin í Belgíu með tæplega 523 þúsund íbúa. Hún er jafnframt höfuðborg samnefnds héraðs. Á 16. öld var Antwerpen ríkasta verslunarborg heims og komu þangað hundruð skipa daglega. Hún er enn í dag ein mesta hafnarborg Evrópu og mesta verslunarborg demanta í heimi.  Sjá video hér

Dagur 8 –  24. maí 2024 föstudagur     Sigling og njóta alls sem er í boði á skipinu
Þennan dag er hægt að njóta um borð og virða fyrir sér dásamlegt landslag.  Vonandi hægt að liggja í sólbaði á efsta dekkinu, fara í gufu, spa eða í hvað sem skipið hefur upp á að bjóða.

Dagur 9 –  25. maí 2024  laugardagur     Koma til Kölnar – heimferð kl. 9:00
Eftir þessa flottu siglingu er komið að heimferð.  Rúta sækir okkur kl. 9:00 og er ekið til Frankfurt.  Á leiðinni ætlum við að stoppa í Koblenz á þýska horninu þar sem Rín og Mosel mætast.  Brottför frá Frankfurt með Icelandair flug FI 523 kl. 17:40 og er áætluð lending í Keflavík kl. 18:45.

Verð:

Niðurgreitt verð á mann miðað við tveir í klefa á C dekki:   kr. 296.900
Niðurgreitt verð á mann miðað við tveir í klefa á D dekki:   kr. 318.900


ATH. að þegar þið bókið að tilgreina hvort að þið viljið C eða D dekk

Innifalið í verði:

  • Flug, flugvallaskattar og farangur 23 kg og 10 kg í handfarangri.
  • Hótel, ein nótt í Köln með morgunverði.
  • Akstur milli flugvallar, hótels og skips.
  • Sigling  7 nætur með öllu inniföldu, sem er fullt fæði, morgun, hádegis og kvöldverður og létt snarl á kaffitíma.
  • Kvöldverður: Val er milli  hlaðborð og af matseðli.
  • Drykkir allan daginn úrval af óáfengum og áfengum drykkjum.
  • Sloppar og snyrtivörur í klefum.
  • Líkamsrækt og Gufubað.
  • WIFI
  • Skemmtun og afþreying um borð.

Ekki innifalið um borð

  • Nudd og annað dekur er með 15% afslætti.
  • Skoðunarferðir í landi á viðkomustöðum  SENA

Umsóknarfrestur á þessari ferð er framlengdur til 10. mars n.k.

Staðfestingargjald sem er kr. 80.000 á mann og er óafturkræft
Lokagreiðsla er síðan 6-8 vikum fyrir brottför
Hægt er að nota vildarpunkta upp í staðfestingargjald eða lokagreiðslu.

Gjafabréf.
  Inneignir hjá Icelandair eða stéttafélags gjafabréf er hægt að nota upp í ferðina.

Mikilvægar upplýsingar:  

  • Munið eftir gildum vegabréfum í utanlandsferðum.  
  • Forfallatrygging er ekki innifalin í staðfestingargjaldi.  
  • Ferða- og forfallatryggingar eru á eigin ábyrgð. 
  • Skatta- og gengisbreytingar gætu breytt auglýstu verði. 
  • Orlofsnefnd húsmæðra ber ekki ábyrgð á töfum eða breytingum á
    ferðaáætlun vegna ófyrirsjáanlegra  aðstæðna.
    Vísað er í almenna ferðskilmála á heimasíðu ferðaskrifstofunnar. 
  • Hafið ætíð evrópskt sjúkratryggingakort „E-111“ frá Sjúkratryggingum
    Íslands  meðferðis í utanlandsferðir.  Smellið hér til að sækja um kortið.
  • Konur sem búa í öðru sveitarfélagi geta farið í ferðir, en verða  sjálfar að sækja um niðurgreiðslu til orlofsnefndar í sínu umdæmi.  
  • Staðfestingargjald vegna ferða þarf að greiða innan viku eftir að þátttaka hefur
    verið samþykkt. Verði gjaldið ekki greitt innan þess tíma fellur pöntunin niður.
    Gengið skal frá fullnaðargreiðslu ferðar á viðkomandi ferðaskrifstofu, nema
    annað sé tekið fram.

Vinsamlegast boðið forföll eins skjótt og auðið er. Endurgreiðslur eru skv.
almennum ferðaskilmálum á heimsíðu VITA 

Varðandi ýmsar algengar spurningar smellið hér

_________________________________________________________
Smelltu hér til að bóka þig