VERSLUN OG ÞJÓNUSTA Í BERLÍN

VERSLUN OG ÞJÓNUSTA

Þeir sem hafa áhuga á tísku og nýjustu trendum eru í góðum málum hér í borg því að Berlín er upplögð fyrir búðaráp. Alþjóðlegir tískurisar, vöruhús, verslunarmiðstöðvar og sérverslanir selja jafnt hátískufatnað sem hipsteraklæði úr smiðju heimamanna, eitthvað fyrir allan smekk, og víða er hægt að gera kjarakaup.

Verslanir eru yfirleitt lokaðar á sunnudögum með nokkrum undantekningum þó:
https://www.visitberlin.de/en/sunday-shopping

Safnarölt og skoðunarferðir geta svo sannarlega tekið á! Hvað er þá betra en að geta stólað á að alltaf sé nægan mat að finna í Berlín? Það er alltaf eitthvað spennandi í gangi og því fylgir að markaðir og matarbásar um alla borg bjóða upp á endalausar nýjungar. Sífellt fleiri veitingastaðir sérhæfa sig í grænmetis- og vegan matargerð á sama tíma og sífellt fleiri borgarabúllur eru opnaðar um allar trissur þar sem hollustan er í fyrirrúmi. Já, þær bjóða líka upp á vegan borgara. Berlínarbúar eru óhræddir við nýjungar, eins og að bjóða upp á morgunmat og jafnvel eftirrétti – í allar máltíðir. Nú er um að gera að grípa tækifærið og prófa eitthvað nýtt, skella sér jafnvel á eftirrétta- eða grænmetisbarinn.

VEITINGAR

Safnarölt og skoðunarferðir geta svo sannarlega tekið á! Hvað er þá betra en að geta stólað á að alltaf sé nægan mat að finna í Berlín? Það er alltaf eitthvað spennandi í gangi og því fylgir að markaðir og matarbásar um alla borg bjóða upp á endalausar nýjungar. Sífellt fleiri veitingastaðir sérhæfa sig í grænmetis- og vegan matargerð á sama tíma og sífellt fleiri borgarabúllur eru opnaðar um allar trissur þar sem hollustan er í fyrirrúmi. Já, þær bjóða líka upp á vegan borgara. Berlínarbúar eru óhræddir við nýjungar, eins og að bjóða upp á morgunmat og jafnvel eftirrétti – í allar máltíðir. Nú er um að gera að grípa tækifærið og prófa eitthvað nýtt, skella sér jafnvel á eftirrétta- eða grænmetisbarinn.

MARKAÐIR

Alla laugardaga frá kl. 8 til 14 setja handverksmenn og aðrir upp sölutjöld sín á Karl-August-torgi í Charlottenburg-hverfinu. Þar er allt mögulegt og ómögulegt á boðstólum, listaverk og leðurvörur, handverk og hönnun, plöntur og prýðilegt vín auk allra handa kræsinga sem kitla bragðlaukana. Eftir að hafa létt á pyngjunni á markaðnum er tilvalið að leggja leið sína að matarbásunum og fylla á orkutankinn.

Á hverjum fimmtudegi frá árinu 1996 hefur vistvænn markaður verið haldinn á Kollwitz-torginu í Prenzlauer Berg. Og nú er svo komið að þar eru meira en 50 sölubásar með lífrænum vörum. Þar er til sölu allt frá ávöxtum og grænmeti ræktuðu á svæðinu til handverks, barnafata og skartgripa, og sumir reiða meira að segja fram heilu hádegisverðina. Það sem er einstakt við þennan markað er að hann er ekki opnaður fyrr en á hádegi til að bændurnir geti hirt afurðir sínar og selt þær samdægurs. Á laugardagsmorgnum er einnig markaður á Kollwitz-torgi, sá er opinn frá kl. 8.30 á morgnana og selur einnig, ein þó ekki einungis, lífrænar vörur.

Listamarkaðurinn, á svæðinu milli Schlossbrücke og Safnaeyjunnar, á sér langa sögu og nýtur vinsælda hvort tveggja meðal heimamanna og ferðamanna, sérstaklega fyrir bækurnar sem þar fást. Fjölmenni kemur á markaðinn á laugardögum og sunnudögum til gjafakaupa og í leit að fjársjóðum sem þar kunna að leynast.

VERSLUNARMIÐSTÖÐVAR

Verslunarmiðstöðvar eru nokkrar í Berlín en sú langþekktasta er KaDeWe við Kurfürstendamm þar sem ómótstæðilegar freistingarnar er að finna á heilum sex hæðum. Fyrir þá sem hallast frekar að endurnýtingu eru verslanir með notað og endurnýtt auk skiptimarkaða um alla borg. Einnig er hægt að gera kjarakaup í outlet-verslunum. Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10 til 20. Föstudaga kl. 10 til 21 og laugardaga kl. 9.30 til 20.  Sunnudagsopnun er er leyfð í desember þann 3.12. og 17.12. 2023 frá kl. 13:00 – 20:00

Europa-Center við Breitscheidplatz var opnuð árið 1965. Verslunarmiðstöðin er stutt frá Bahnhof Zoo lestarstöðinni, stendur á móti Kirkju Vilhelms keisara og rétt við Kurfürstendamm og hafði það sitt að segja um að hún varð fljótt eitt af kennileitum borgarinnar. Verslunarmiðstöðin sjálf er opin allan sólarhringinn en afgreiðslutíma einstakra verslana má sjá á vefsíðu Europa-Center.

Vilmersdorfer Arcaden verslunarmiðstöðin er nútímaleg, hún nær yfir fjölda verslana við Wilmersdorfer Strasse og teygir anga sína til fjölmargra byggingar frá því um aldamótin 1900 sem standa enn. Wilhelmsdorfer-strætið er lokað fyrir bílaumferð á svæðinu sem gerir verslunarferðina bæði þægilega og skemmtilega. Opið mánudaga til laugardaga frá kl. 10 til 22.

Mall of Berlin er ekki af minni gerðinni, nær yfir heila 76.000 fermetra og hýsir 270 fata-, skó- og raftækjaverslanir en einnig gjafaverslanir, stærðarinnar veitingasvæði og stórmarkarð. Í sama kjarna er einnig næg afþreying í boði, þar eru veitingastaðir, hótel, skrifstofur og íbúðarhúsnæði. Opið mánudaga til laugardaga kl. 10 til 21. 

Alexa-verslunarmiðstöðin er rétt við Alexanderplatz, miðsvæðis í austurhluta borgarinnar, og því auðvelt að komast þangað með almenningssamgöngum. Alexa er ein stærsta verslunarmiðstöð borgarinnar og sú stærsta í austurhlutanum. Hún var opnuð árið 2007 og sker sig úr í hópi hinna bygginganna við Alexanderplatz, sem eru allar tiltölulega einsleitar, en það var einmitt ætlunin þegar hún var hönnuð. Byggingin er úr rauðum múrsteini og er óður til Art Deco stílsins með öllum sínum bogadregnu línum, nær engum gluggum og gylltum skreytingum innandyra. Opið mánudaga til laugardaga kl. 10 til 21.

GARÐAR

Aquarium Berlin

Í sögufrægri byggingu við hliðina á dýragarðinum er eitt stærsta sædýrasafn heims. Hér má berja augum skrautlegar marglyttur, tilkomumikla hákarla og stórkostlega kórala en einnig snáka, krókódíla, kóngulær og hin skuggalegustu skordýr. Hættulegasti heimilismaðurinn er með þeim minnstu, aðeins um 1 sentimetri að stærð, sjálf svarta ekkjan. Við fullvissum gesti þó um að hún er undir ströngu eftirliti, allan sólarhringinn. Opið alla daga kl. 9 til 18.

Tierpark Berlin

Það tekur aðeins 10 mínútur að komast til Tierpark Berlin með neðanjarðarlest frá Alexanderplatz og ferðin er hverrar mínútu virði því að hér má sjá 6.500 tegundir af dýrum og heilu hjarðirnar af fílum, gíröffum sebrahestum og nashyrningum á 160 hekturum lands. Mjög þægilegt er að fara um svæðið, götur eru breiðar og alparósarunnar og há eikartré prýða garðinn og svæðin þar sem dýrin getin farið frjáls um. Mismunandi opnunartímar. Nánari upplýsingar hér (linkur).

Zoo Berlin

Zoo Berlin var opnaður árið 1844 og er elsti dýragarðurinn í Þýskalandi. Hvergi í heiminum er að finna jafnmargar dýrategundir í einum garði, eða 18.600. Á meðal helstu stjarna garðsins, eins og flóðhestanna, gíraffanna, fílanna og apanna, leynast afar sjaldgæfar dýrategundir. Boðið er upp á skemmtilegar sýningar þar sem dýrin eru í aðalhlutverki og hægt er að fylgjast með þegar þeim er gefið.
Mismunandi opnunartímar. Nánari upplýsingar hér (linkur).