Aðventuferð til Heidelberg og Rothenburg ob der Tauber

28. nóvember – 2. desember 2024
5 dagar – 4 nætur
Fararstjóri: Ása María Valdimarsdóttir

Ferðalýsing:
28. nóvember 2024  fimmtudagur – Flug til Frankfurt og ekið til Heidelberg
Brottför frá Keflavík kl. 07:25 og mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst. fyrir brottför.
Lending í Frankfurt kl. 12:00 að staðartíma. Eftir að allar hafa fengið töskurnar sínar söfnust við saman í komusalnum og göngum saman að rútunni, sem ekur okkur til Heidelberg.  Þegar þangað er komið er ekið beint á hótelið okkar Leonardo Hotel Heidelberg City Center sem er 4* hótel og gistum við þar í 4 nætur. Eftir að allar hafa komið sér fyrir býður fararstjórinn í smágöngu þar sem aðaljólamarkaður borgarinnar skoðaður og tilvalið að smakka jólaglöggið og fleira sem er í boði á jólamarkaðnum.
Sjá hér

29. nóvember 2024 föstudagur  – Gönguferð um Heidelberg og frjáls tími Sameiginlegur kvöldverður
Eftir morgunmat förum við í göngu með fararstjóranum okkar um þessa fögru borg sem er talin ein af fallegri borgum landsins sem oft hefur verið nefnd borgin með hjartað. Heidelberg stendur á bökkum Neckar fljótsins og er hún elsta háskólaborg Þýskalands og ber miðbærinn þess merki með einstaklega fallegum gömlum byggingum. Dómkirkjan er glæsileg og kastalinn gnæfir yfir borgina.  Það er hægt að ganga upp að Kastalanum eða fara í kláfi en þar er að finna stærstu víntunnu Evrópu. Eftir gönguferðina er frjáls tími og er gaman að rölta um götur borgarinnar, fara á kaffihús og á skemmtilega jólamarkaði. Það er einnig gaman að rölta í verslanir í Heidelberg en þar er lengsta göngugata Evrópu „Hauptstraβe“ og gott að versla þar. Um kvöldið stefnum við á að hafa sameiginlegan kvöldverð.

30. nóvember 2024 laugardagur  Frjáls dagur
Nú er frjáls dagur og upplagt að skoða borgina á eigin vegum og njóta þess sem hún hefur upp á að bjóða. Kíkja í verslanir borgarinnar sem eru fjölmargir, heimsækja jólamarkaðina eða fara upp í Heidelberg kastalann og kíkja á víntunnuna frægu sem að Fritz Keller og hans verkamenn unnu árið 1934 sem er sú stærsta í heimi og var unnin úr rúmlega 200 rúmmetrum af viði og er 13,5 metrar í þvermál tekur 1,7 milljón lítra. Hún verður 90 ára á þessu ári.

1. desember 2024 sunnudagur  –  Dagsferð til Rothenburg ob der Tauber
Rothenburg ob der Tauber er frægasti og þekktasti miðaldarbær Þýskalands vegna hins gamla miðbæjarkjarna og borgarmúra, sem enn ganga umhverfis bæinn allan og er bærinn einn mest sótti ferðamannastaður Þýskalands. Íbúar eru aðeins rúm 11.400
Rothenburg ob der Tauber er sannarlega jólaborg, þökk sé jólaþorpinu sem er opið allt árið og eina þýska jólasafninu. Borgin er þekkt fyrir sín fallegu bindingsverkhús og miðaldavirkisvegg sem setja sinn svip á borgina. Reiterlesmarkt jólamarkaðurinn er einn sá elsti í Þýskalandi, með töfrandi skreyttum sölubásum. Hér er hægt að fara ferð um bæinn á hestvagni eða ganga á borgarmúrnum, einnig er hægt að fá sér mat og drykk á skemmtilegum gamaldags knæpum og veitingastöðum. Sjá Rothenburg nánar hér

2. desember 2024 – mánudagur  Heimflug frá Frankfurt  – Keflavík
Nú kveðjum við Heidelberg eftir morgunverð á hótelinu kl. 9:30 þá verður lagt af stað út á flugvöll til Frankfurt og flogið heim kl. 13:00. Lending í Keflavík er kl. 15:40 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Verð:
Verð á mann sem er niðurgreitt í tvíbýli er  kr. 154.900
Verð á mann sem er niðurgreitt í einbýli er kr. 204.900

Staðfestingargjald er kr. 50.000 og er óafturkræft

Innifalið í verði er:
Flug með Icelandair
Gisting í 4 nætur með morgunverði
Akstur til og frá flugvelli erlendis
Dagsferð til Rothenburg ob der Tauber
1 sameiginlegur kvöldverður
Íslensk fararstjórn

Ekki innifalið í verði er:
Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
Hádegisverðir.
Kvöldverðir aðrir en 29. nóvember.
Þjórfé.
Forfalla- og ferðatryggingar

Athugið sérstaklega:
Í ferðum á vegum Húsmæðraorlofsins þurfa konur að vera færar um að geta komist leiðar sinnar óstuddar, því alltaf þarf að ganga eitthvað í skoðunarferðum en gönguleiðir eru oftast ekki mikið á fótinn né mjög langar.

Varðandi aðra skilmála vísast í “almenna ferðaskilmála” á heimasíðu Heimsferða  Ferðaskilmálar

Heidelberg stendur við ána Neckar og er að flestra mati ein rómantískasta borg Þýskalands. Borgin er mikil háskólaborg og iðar af lífi. Íbúar um 160 þúsund þar af 39% undir 30 ára. Yfir borginni gnæfir tignarlegur kastali og gamlar hallarrústirnar sem eru frá 13. Öld eru upplýstar á kvöldin og setja rómantískan svip á borgina. Ein lengsta göngugata í Þýskalandi, Hauptstrasse er lífæð og hjarta bæjarins með fjölda verslana, veitingastaða og iðandi mannlíf. Í Þýskalandi er almennt mjög gott að versla og Heidelberg er engin undantekning þar á. Fallegi gamli bærinn er með þröngum götum og gömlum húsum sem mörg hver hafa að geyma skemmtileg kaffi- og mat-söluhús, stúdentaknæpur og smáverslanir  Jólamarkaðurinn í Heidelberg er með eldri og þekktari jólamörkuðum í Þýskalandi. Hann opnar í lok nóvember og er opin fram að jólum og stemmningin er aldeilis frábær. Miðbærinn er fagurlega skreyttur og ljósum prýddur og fallegar byggingar borgarinnar búa til einstaka umgjörð um jólamarkaðinn. Í fagurlega skreyttum jólahúsum má finna alls konar skemmtilegan jólavarning, skreytingar, handverk, gjafavöru og góðgæti af ýmsu tagi.  Tæpar 14 millj. manns heim-sækja Heidelberg árlega. Hér má einnig sjá veðrið í Heidelberg

Ýmsar hagnýtar upplýsingar hér
_________________________________________________________
Smelltu hér til að bóka þig